Björgunarsveitir á hálendinu

Sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar létu í té rúmlega 15.000 vinnustundir í aðstoð við ferðalanga á hálendinu sl. sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð hefur verið um verkefnið Björgunarsveitir á hálendinu. Vodafone og Íslenska gámafélagið styrktuverkefnið með ýmsum hætti. Sl. sumar tóku 20 björgunarsveitir þátt en 133 einstaklingar sinntu upplýsingagjöf og aðstoð við ferðafólk fyrir þeirra hönd. Margar vinnustundir liggja að baki verkefni þessu en reiknaðar vinnustundir eru rúmlega 15.000 talsins. Í þessum tölum er þó bara tekið vinnuframlag þeirra sem voru á hálendinu en að auki liggja ófáar vinnustundir að baki við undirbúning, námskeiðshald og fleira. Eknir kílómetrar björgunarsveitanna í verkefninu voru 52.471. Féalgar HSSR voru með aðstoð þrjár vikur norðan Vatnajökuls. Á meðfylgjandi slóð er skýrslan Björgunarsveitir á hálendinu 2008. http://www.landsbjorg.is/assets/slysavarnirfritimi/bjorgunarsveitir%20a%20halendinu

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Björgunarsveitir á hálendinu

Verkefnið Björgunarsveitir á hálendinu miðar að því að veita ferðamönnum þar aðstoð ef þörf er á. Einnig felst það í leiðbeiningu um leiðarval og akstur yfir vöð.
Það er keyrt yfir sumartíman og miðað er við að hvert úthald sé viku í senn. Slysavarnarfélagið Landbjörg heldur utan um verkefnið en síðan er einstökum sveitum úthlutað vikum ef áhugi er fyrir hendi.
Stjórn HSSR hvetur þá félaga sem hefðu áhuga á því að koma að þessu verkefni að koma honum á framfæri. Það er gert með því að senda tölvupóst á netfangið skriftofa@hssr.is
Hægt er að kynna sér verkefnið frekar undir liðnum gögn á heimasíðunni.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson