Æfing undanfara með Landhelgisgæslunni

Um helgina fór fram árleg æfing undanfara á höfuðborgarsvæðini með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Kennt var báðum vöktum þyrlunnar á laugardag og sunnudag. Í ár var farið í broddatækni, ísaxabremsur og lögð áhersla á snjóflóðaleit, farið var í leit með ýlum, stangaleit og mokstur. Búið var til flóð í Eldborgargili í Bláfjöllum og voru þar fjögur "fórnarlömb" sem finna þurfti með ýlum og stöngum.

Frábærar aðstæður voru til að æfa broddagöngu og ísaxarbremsu og voru nemendur óhræddir við að taka góða bunu niður ísilagaða brekkuna og sanna gott gildi ísaxabremsunnar.

Örfáar myndir á myndasíðunni.

Frétt LHG um æfinguna

—————-
Texti m. mynd: Hópurinn í lok dags
Höfundur: Björk Hauksdóttir