Tækjahópsferð á Fjallabak 2.-4. Mars

Tækjahópur fór á jeppunum ásamt Bola í æfingaferð vítt og breitt um Fjallabak um helgina. Í för var einnig Garðar 1 ásamt 3 mönnum úr HSG. Á föstudagskvöld var keyrt austur að Sólheimakoti og þar farið upp og yfir Mýrdalsjökul í ljómandi góðu skítaveðri.. Gistum í Strút og vorum þar um 2 leitið um nóttina. Á laugardag fórum við svo frá Strút austur að Eldgjá, nákvæmlega ekkert skyggni var mest allan laugardaginn og voru því siglingatækin notuð til hins ítrasta. Frá Elgjá héldum við svo áfram austur að Sveinstind þar sem við gistum. Á Sunnudag fórum við norður yfir Lónakvísl og svo yfir Tungná við Snjóöldufjallgarð. Þaðan í Veiðivötn og ferð lauk við Vatnsfell.

Myndir eru að finna á tenglinum hér fyrir neðan.

—————-
Vefslóð: maddinn.net/myndir/thumbnails.php?album=48
Texti m. mynd: Reykur boli á Mýrdalsjökli
Höfundur: Marteinn S. Sigurðsson