Fjallabjörgun

Á miðvikudaginn kl. 20:00 mun Viðbragshópur standa fyrir æfingu í félagabjörgun. Áhersla verður lögð á sprungubjörgun en einnig klettabjörgun. Leiðbeinandi verður Daníel (kúla) Guðmundsson og mun hann útfæra æfinguna í takt við samsetningu hópsins. Æfingin er opin öllum félögum eins og dagskrárliðir Viðbragðshóps almennt. Við viljum þó sérstaklega hvetja alla sem skráðir eru í Viðbragðshóp til að mæta þar sem stuttur fundur verður í lok æfingar og ræða á málefni sem varða hópinn og framtíð hans.

F.h. viðbragðshóps Davíð S. Snorrason

—————-
Texti m. mynd: Líf í weggnum
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir

Fjallabjörgun

Námskeiðið Rigging for rescue verður haldið í Rvk dagana 24.-30. maí n.k. Kennarar verða sem áður Mike Gibbs og Kirk Mauthner. En þessir spekingar eru einna reyndastir á sínu sviði í gervöllum Bandaríkjunum og Canada Þetta námskeiðið er hugsað fyrir undanfara og þá sem vilja útvíkka þekkingu sína á fjallabjörgun. Farið verður í hugsanir á bak við hin ýmsu kerfi fjallabjörgunar, krafta og eðlisfræðina á bak við hangandi hlut. Einnig er stór hluti námskeiðsinns verklegur.

Kennt verður í Reykjavík og verklegar æfingar í nágrenni höfuðborgarinnar Það eru 5 laus sæti á námskeiðinu en eftir að þau fyllast tekur biðlistinn við. Dagana á undan eða 19.-22. maí 2009 verður svo endurmenntun fyrir þá sem hafa lokið þessu námskeiði bæði hér heima og úti. Endurmenntunin verður haldin á Akureyri og býður Súlur björgunarsveitin á Akureyri námskeiðsfólki upp á gistingu ef þess er óskað. Skráning er á www.landsbjorg.is eða hjá Björgunarskólanum í s 570-5900

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson