Tækjageymslan full af gámum.

Það styttist óðum í flugeldavertíð og að venju fer þá allt á annan endann hvort sem fólki líkar betur eða verr. Í morgun var sölugámasettið okkar tekið inn á gólf á M6 þar sem verður gert við það og það málað. Klifurplássið er ósnert en bílarnir verða að standa úti á meðan á viðgerðum stendur.

Biðjum alla að halda ró sinni yfir þessari truflun.

Flugeldanefnd.

—————-
Texti m. mynd: Annar hlutinn kominn inn og hinn á leiðinni.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson