Fulltrúaráðsfundur SL

Fulltrúaráðsfundur Slysvarnafélagsins Landsbjargar var haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag. Um 130 fulltrúar eininga sátu fundinn. Fjárhagsáætlun ársins var kynnt og hún samþykkt eftir nokkrar umræður en ljóst er að fara verður í töluverðan niðurskurð á rekstrinum. Meðal annars er gert ráð fyrir samdrætti í starfsmannahaldi, fækkun björgunarskipa, minnkandi framlags til Alþjóðasveitar, lokun Gufuskála auk fleiri aðgerða.

Hörður Már Harðarson, formaður SL kynnti hugmyndir að nýjum fjáröflunarleiðum sem eru til skoðunar. Að því loknu var farið yfir stöðuna í máli fráfarandi framkvæmdastjóra, flutt skýrsla um hálendisvaktina og farið yfir húsnæðismál félagsins og Slysavarnaskóla sjómanna. Sigþóra, Kristjón og Haukur sátu fundinn fyrir hönd HSSR.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fulltrúaráðsfundur SL

Fulltrúaráðsfundurinn verður haldinn laugardaginn 20. nóvember næstkomandi. (já sama dag og árshátíðinn) Fundurinn verður haldinn í Vodafone húsinu (Vals heimilið á Hlíðarenda) í Reykjavík og stendur frá kl. 9:00-16:00. Fulltrúaráðsfundur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er öllum opinn og ef þú ert ekki að fara inn í Þórsmörk þá er ertu velkominn. Skráning er á vef SL en einnig er hægt að fá upplýsingar um fundinn hjá sveitarforingja. Fyrir hönd HSSR munu Haukur og Björk sitja fundinn þ.e. að segja þangað til þau verða að yfirgefa hann til að fara á árshátíð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fulltrúaráðsfundur SL

Fulltrúaráðsfundur Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldinn laugardaginn 22. nóvember 2008 í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Garðabæ v/ Bæjarbraut. Fundurinn stendur frá 9.00 til 16.00. Hver félagseining hefur eitt atkvæði á fundinum en getur sent fleiri fulltrúa á fundinn þó svo þeir hafi ekki atkvæðisrétt. Ef þú hefur áhuga á að mæta á fulltrúaráðsfund SL þá endilega sendu póst á hssr@hssr.is og í framhaldi af því þarft þú að skrá þig inn á fundinn á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

http://landsbjorg.is/eventsCat.aspx?catID=55&EventId=212&showAll=false

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson