Árshátíð 2010

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á árshátíðina.

Ríflega 60 manns hafa skráð sig nú þegar og lýkur skráningu formlega kl 08:00 að morgni miðvikudagsins 17. Nóvember.

Eftir það þá er ekki víst að við getum útvegað fararkosti inn í mörk fyrir þá sem hafa skrá sig á síðustu stundu.

Eins og áður fer skráning fram á arshatid@hssr.is

Og til að leggja inn á sveitina.

3.500 kr. á mann fyrir almenna gistingu og 4.000 kr. á mann fyrir 2 manna herbergi

Kennitala: 521270-0209

Reikningsnr: 0311-26-002729

—————-
Texti m. mynd: Heiti potturin !
Höfundur: Frímann Ingvarsson

Árshátíð 2010

Árshátíð HSSR 2010 mun fara fram þann 20. nóvember í Húsadal í Þórsmörk.
Að þessu sinni mun miðaverð nema 3500 kr. á mann í venjulega gistingu. En ef keyptir eru miðar í 2 manna herbergi kostar 4000 kr. á mann. Innifalið í miðaverði er rúta fram og til baka, gisting, hádegis- og kvöldverður á laugardeginum og morgunmatur fyrir brottför á sunnudeginum. Brottför frá M6 er á laugardeginum 20. nóv kl 10:30 og er æskilegt að fólk mæti u.þ.b korteri fyrir brottför.
Þaðan verður ekið beint inn í Þórsmörk þar sem fólk gæðir sér á hádegisverði, áður en lagt verður í Erikurall.
Eftir æfingar dagsins munu grillmeistarar HSSR skella lambi á grillið og snæddur verður kvöldmatur í góðum félagsskap og hlýtt á skemmtiatriði hópa. Síðar munu hljóðfærin gripin, söngurinn óma og danssporin tekin.

Aðstaðan í Húsadal er til fyrirmyndar. Þar höfum við gufu, heitan pott og sal okkur til dægrardvalar.

Til að kaupa miða er lagt inn á reikning sveitarinnar og jafnframt sendur tölvupóstur á arshatid@hssr.is þar sem nafn, fjöldi miða og hvort sótt er eftir 2 manna herbergi.

Öllum fyrirspurnum varðandi árshátíðina svarað á arshatid@hssr.is

Kennitala: 521270-0209

Reikningsnr: 0311-26-002729

—————-
Höfundur: Frímann Ingvarsson