Hóppöntun á gönguskíðum er tilbúin.

Nú er ég búinn að senda lista í Everest yfir þá sem áhuga hafa á að taka þátt í skíðakaupunum. Snorri (okkar maður) mun sjá um að taka við pöntunum og afgreiða. Skíðin eru á leiðinni og berast á næstu vikum.

Það sem er í pakkanum er:

Skíði:

BCX Europa 99 m. stálköntum – Mjög góð alhliða ferðaskíði.

BCX Europa 109 m. stálköntum. – Góð ferðaskíði, 10 mm breiðari en hin gerðin og henta því verr í troðnar brautir en betur í brekkur.

Skór:

Fischer BCX6 f. pinnabindindingar – Þessir skór eru þjálli í notkun, en sem komið er eru færri sem nota þá. Sjálfur er ég með svona skó og bindingar og er alsæll.

Fischer BCX fyrir 75 mm. bindingar – Skór með breiðari tá og passa í þessar hefðbundnu 75mm bindingar.

Bindingar:

Pinnabindingar

75 mm. Bindingar

Góðir stafir sem henta í ferðaskíðamennsku.

Eins og er er pakkinn á ca. 102.000 kr. og þar af er svo veittur 25% afsláttur, þannig að verðið endar í ca 76.000 kr. fyrir allt. Greiða þarf 25.000 inn á pakkann við pöntun, sem þarf að gerast sem allra fyrst, því ef svo fer sem horfir, þá stefnir í flottan skíðavetur og dótið rennur hratt út. Nú þurfum við að standa við okkar og ef allt gengur eftir, verður hugsanlega hægt að herja út hærri afslátt.

Svo ef þið hafið áhuga á brautaskíðum er líka hægt að fá þannig búnað á sama aflsætti.

kv. Árni Tr.

—————-
Texti m. mynd: Gaman á skíðum.
Höfundur: Árni Tryggvason