Fjall kvöldsins – fimmtudagur 18. nóvember

Fimmtudaginn 18. nóvember verður fjórða Fjall kvöldsins klifið. Hún Fía (Ólafía Aðalsteinsdóttir) tekur að sér leiðsögn ásamt nokkrum frábærum ofurkonum úr Eftirbátum. Í þetta sinn verður farið á Grímannsfell (gengið upp frá Helgufossi og komið niður við Gljúfrastein). Mæting er á M6 kl. 17:45 og bröttför er klukkan 18. Sem fyrr er akstur á vegum sveitarinnar en farið verður á einkabílum ef þess þarf. Eins og ávallt er mikilvægt að vera vel búinn, í góðum skóm og í hlýjum fatnaði. Munið eftir höfuðljósum, vatni og nesti. Svo þarf nú varla að minna á góða skapið 😀

Sjáumst

—————-
Höfundur: Íris Lind Sæmundsdóttir