Afmælissamæfing 2012

Afmælissamæfing HSSR 2012 verður haldin laugardaginn 24. nóvember nk. Þetta er útkallsæfing og verða þátttakendur boðaðir með SMS kl. 8 um morguninn, en hópar eiga að vera tilbúnir í verkefni kl. 9.
Í æfingunni verður reynt á ólíka þætti björgunarstarfsins. Þátttakendur eru beðnir um að gæta þess að vera vel merktir í Landsbjargarfatnaði og með allan venjulegan persónulegan öryggisbúnað.
Lokafrestur til skráningar er kl. 10 árdegis föstudaginn 23. nóvember og eru félagar hvattir til þess að gera grein fyrir mætingu sinni fyrir þann tíma.

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson