Í dag sumardaginn fyrsta var farið á Tröllakirkju í góðu/vondu veðri.Dagurinn byrjaði með brottför frá M6 um áttaleitið. Farið var á Reyk einum, Reyk þremur, Reyk sex með Bola og einhver Ford með 5 vélsleða.Komið var á Sæluhúsaplanið á Holtavörðuheiði um kl 10:00 og blasti við okkur Tröllakirkja og ekki ský í kringum hana. Alls fórum við 23 frá planinu, 5 vélsleðar og Boli. Gummi straumur var við stjórnvölin á Bola og gekk ferðin vel upp á Tröllakirkju. Nokkrir létu draga sig upp, meðan brettaliðið lét sér líða ágætlega inn í Bola á leið upp. Ágætis skíðafæri var á svæðinu og veður með besta móti. Eftir nokkrar skíðaferðir niður og upp (með vélsleðum J) og stutta matarpásu, fór að blása örlítið og draga fyrir sólu 🙁 Upp úr því var ákveðið að fara í bæinn. Á leiðinni niður fór veður að versna og endaði með éljagangi, slyddu og en meiri blæstri – en ég fílaði það! Ferðin gekk með besta móti og góð stemning, vill ég þakka öllum frábæra ferð og vona að leikurinn verði endurtekinn að ári J
—————-
Texti m. mynd: Tröllakirkja
Höfundur: Esra Þór Jakobsson