Fjórhjól, vélsleðar og reiðhjól

Á stjórnarfundi 13. maí var ákveðið að kaupa tvö fjórhjól sem viðbót við tækjaeign sveitarinnar. Gert er ráð fyrir því að hjólin verði keypt fljótlega en næsta skref er að boða til fundar fyrir áhugasama þar sem rætt verður hvernig tilhögun á að vera á stafsemi kringum hjólinn auk þess að leggja drög að því hvaða kostum hjólin þurfa að vera búin.

Einnig var ákveðið að kaupa tvo vélsleða til viðbótar og þeir hugsaðir til þess að veita áhugasömum tækifæri til þjáflunar og starfi með sleðahóp.

Síðast en ekki síst var ákveðið að kaupa tvö reiðhjól. Þau eru hugsuð til notkunar í leitum og verða í umsjón viðbragðshóps.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson