Hengilsverkefnið 2008

Sem fyrr sér sveitin um viðhald á skiltum og stikum á Hengilssvæðinu í sumar. Ekki hefur verið hægt að byrja verkefnið vegna þess að sumar stikur liggja enn undir snjó. Skipulagning verkefna er þó hafin og verkefnastjórinn, Ævar Aðalsteinsson, mun hafa samband við ykkur þegar málun getur byrjað. Snjórinn er að hverfa mjög hratt af svæðinu og Ævar vonast til að geta byrjað fljótlega.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir