Nú er HSG búnir að vera með boltann í júní og gefa hann núna aftur yfir á HSSR í júlí. Það eru nokkrir leikir sem við verðum með og verður planið yfir þá birt hér á síðuni á næstu dögum sem og einnig verður sent til félaga í tölvupósti.
Hins vegar er fyrsti leikur júlímánaðar núna á sunnudaginn 02.07. kl:19:15 (mæting 18:15) þar sem vanntar fólk í gæslu. Það er áætlað að það þurfi fjóra í þá gæslu en gæti fjölgað eitthvað. Þá er bara málið hverjir sjá sér fært að mæta í gæslu. Endilega kíkið á dagatalið og gáið hvort þið eigið færi á að mæta.
En þó svo félagar komist ekki á sunnudaginn endilega kíkið þá á dagatalið þegar þegar þið fáið yfirlit yfir komandi leiki og gáið hvort þið hafið færi á að mæta í einhverja gæslu.
Þeir sem hafa áhuga,vilja og tíma til að mæta í gæslu, endilega látið Ragnar vita í síma 697-3525 eða sendið tölvupóst á ragnarn1@hotmail.com
Með von um jákvæð viðbrögð
Kv. Ragnar
—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson