Góða ferð til Pakistan

Í dag leggja félagar okkar í tveggja mánaða klifurferð til Pakistan. Að undanförnu hefur undirbúningur staðið yfir og þegar ég heimsótti þá á þriðju hæðina í gær var verið að leggja lokahönd á pökkun. Helsta áhyggjuefni þeirra var þyngd á farangri en auk þess var komið smá stress enda var nú farið að telja niður í klukkustundum en ekki dögum.
Ég vil minna á bloggsíðuna þeirra http://alpaklifur.blogspot.com/ Þar er hægt að fylgjast með framvindu leiðangursins en auk þess verða fréttir á vef HSSR.

Góða ferð

—————-
Vefslóð: alpaklifur.blogspot.com
Texti m. mynd: Hálfdán, Helgi, Stefán Örn og Sveinn
Höfundur: Haukur Harðarson