Gæsla á torfærumóti

Í dag barst sveitinni mjög óvænt beiðni um að vera með gæslu á torfærukeppni sem haldin var í Ístaksgryfjunum í Mosfellsveit. Þótt þessi beiðni hafi borist um klukkutíma fyrir mót var brugðist skjótt við henni og upp úr kl:12:00 var komið á svæðið. Um var að ræða sjúkragæslu eða vera til taks ef eitthvað færi úrskeiðis, hins vegar fór allt vel og kom ekkert alvarlegt upp á.

Veðrið var hið besta í dag og keppninn skemmtileg. Er því ekki hægt að segja annað en að þeir sem að þessu komu hafi skemmt sér vel og notið veðurblíðunar.

Myndir á myndasíðu…..

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson