Frábær ferð með nýliða.

Um nýliðna helgi héldu nýliðaforingjar og Viðbragðshópur með efnilegan flokk nýliða í vel heppnaða helgargönguferð með allan búnað á bakinu.

Ferðin hófst hjá Stíflisdal og gengið var að Grjótártjörnum á sunnanverðum Kili þar sem tjaldað var fyrri nóttina. Um morguninn var vaknað í blíðskaparveðri og gengið yfir Kjöl, þvert á Leggjarbrjót, upp Súlnadal með viðkomu í Bratta, sumir klifu Háusúlu og endað í tjaldstað við Skinnhúfuhöfða austan við Hvalvatn undir kvöld.

Veðrið var eins og það gerist best um miðjan júlí, nánast alla ferðina.

Á sunnudagsmorguninn virti hópurinn fyrir sér útsýnið ofan af Skinnhúfuhöfða og síðan var haldið norðu með Hvalvatni, þar sem gengið var niður með Botnsá og Glymur skoðaður. Auðvitað stóð hópurinn sig með mikilli prýði og gaman verður að fylgjast með þeim á námskeiðum á næstunni og sjá þau verða að alvöru „björgunarfólki“.

—————-
Höfundur: Árni Tryggvason