Fyrsta Hjálp 2

Námskeiðið Fyrstu hjálpa 2, fyrir nýliða 2 verður haldið um helgina. (15-17.okt.)

Námskeiðið byrjar stundvíslega kl 18:00 á föstudaginn 15.okt

mæting er svo kl 8:00 á laugardaginn og sunnudaginn.

Kennari verður Eiríkur Oddsson

Skráningu er á korknum en henni lýkur í kvöld þriðjudaginn 12.okt. kl: 23:59

kv. Sjúkrahópur

—————-
Höfundur: Emil Þorvaldsson

Fyrsta hjálp 2

Síðastliðna helgi hópuðust nýliðar 2 á námskeið í Fyrstu Hjálp 2.
Tuttugu og fjórir nemendur hittu fyrirlesara sína; Björgvin og Hödda, á ómennskum tímum á M6 og fóru yfir helstu atriði sem tengjast fyrstu hjálp. Þessa helgina voru á ferð góðir fyrirlestrar og skemmtilegar verklegar æfingar. Við þökkum sérstaklega fyrir frábæra frammistöðu aðal- og aukaleikara sem stóðu sig með eindæmum vel með opin og lokuð beinbrot, botlangabólgur, hjartaverki, tognanir, ofnæmisköst, höfuðáverka og margt fleira. Þeir sýndu gífurlega þolinmæði meðan nemendur réðu ráðum sínum um hvaða aðferðir skildi nota við að koma sjúklingum útúr bílum, niður af kössum, undan tunnum, uppúr röraflækum og svo lengi mætti telja.

Takk kærlega fyrir okkur: Nýliðar 2

—————-
Höfundur: Sigríður Guðrún Elíasdóttir