Fjall kvöldsins í kvöld – Vífilsfell

Í kvöld þriðjudaginn 3. nóvember verður Vífilsfell fjall kvöldsins.
Allt útlit er fyrir prýðilegt gönguveður, hæg NA átt og nokkurra gráðu frost. Snjóföl á fjallinu og fullt tungl á heiðum himni. Getur ekki orðið betra.
Göngubyrjun er við Jósepsdal og er göngutími um 3 – 4 tímar.
Við hvetjum alla til að taka þátt og mæta með góða gönguskó og galla, höfuðljós og nasl í poka á M6 kl. 17:45 en brottför verður kl. 18:00.
Fjall kvöldsins er ekki eingöngu nýliðaferð heldur ferð fyrir alla HSSR félaga.

Fararstjóri verður: Hilmar Már Aðalsteinsson.
Sjáumst hress!
Gufa á M6 fyrir þá sem vilja eftir ferð.

—————-
Texti m. mynd: Aðstæður eins og í dag. Mynd, Árni Tryggva.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson