Framtíð M6 í kvöld – 10.mars

Á þessu ári hefur sveitin okkar verið 11 ár í núverandi húsnæði. Ýmislegt hefur breyst á þessum 11 árum sem kallar á endurskoðun húsnæðisins. Með það í huga hefur húsnæðisnefndin verið virkjuð með til þess að þarfagreina húsnæðið með tilliti til starfseminnar í dag.
Til að sem best takist til, óskum við eftir liðsinni ykkar við þessa þarfagreiningu. Hugmyndir um lagfæringar og breytingar, tilfærslur og möguleika á breytingu húsnæðisins verða vel þegnar og til að hrinda verkefninu á stað verður nefndin með fund n.k. mánudag 10. mars kl. 19-21 í húsnæðinu þar sem hún mun hitta forsvarsmenn flokka í sveitinni. Strax á eftir þeim fundi eða um kl. 21 mun nefndin sitja áfram og óskar eftir því að þeir sem hafa ábendingar eða hugmyndir komi að máli við okkur.

Með góðri kveðju

Hallgrímur, Ingimar og Víðir.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir