Umhleypingar

Lítið hefur farið fyrir framkvæmdum sem fóru af stað í klifurveggnum fyrir stuttu. Stjórnin styrkti klifurvegginn um góða upphæð og verður hún notuð til þess að kaupa fleiri grip og stækka vegginn. Búið er að stækka stlillanlega vegginn (250×360), og er verið að setja upp campusbretti fyrir ofan rafmagnstöflu. Því næst á að tengja lóðrétta vegginn við þakið.

Með þessum framkvæmdum mun klifurmenninging tvíeflast og heyrst hefur að menn geti ekki beðið eftir því að fá að klifra þarna.

—————-
Höfundur: Róbert Halldórsson