Alþjóðasveitarhópur HSSR hefur verið iðinn að undanförnu. Í hópnum eru 11 félagar úr HSSR auk nokkurra annarra áhugasamra. Hópurinn hefur lokið grunnnámskeiði ÍA og er nú að undirbúa sig fyrir úttekt á Alþjóðabjörgunarsveitinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að INSARAG sem eru regnhlífasamtök alþjóða rústabjörgunarsveita sem starfa innan Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt reglum frá INSARAG er gert ráð fyrir að alþjóða björgunarsveitir þurfi að uppfylla ákveðnar kröfur til að teljast fullgildar. Gerð er úttekt á sveitum og standist þær hana fá þær ákveðinn gæðastimpil (External Classification). Þessi úttekt verður í september 2009. ÍA félagar HSSR eru á fullu við að undirbúa sinn þátt í þessu verkefni, sem er m.a. að sjá um búðir sveitarinnar í skaðalandi. Mikill hluti af þeim búnaði sem þarf til að setja upp tjaldbúðir eru geymdur upp á Keflavíkurflugvelli í húsnæði ÍA sveitarinnar. HSSR félagar fóru í kynnisferð þangað á miðvikudaginn var og sóttu m.a. hluta af þeim búnaði sem verður í okkar umsjá, þar á meðal tjöld eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. HSSR hópurinn hittist yfirleitt á M-6 á fimmtudagskvöldum og eru allir velkomnir að koma, kynna sér starfið og hjálpa til.
—————-
Texti m. mynd: Kúlutjald af stærri gerðinni!
Höfundur: Ólafur Loftsson