Tröllakirkja á Sumardaginn fyrsta – Fjölskylduferð

Hver man ekki eftir 50 manna Hekluferð fyrir þremur árum?

Nú ætlum við að reyna að endurtaka leikinn og bjóðum til fjölskylduferðar á Tröllakirkju vestan Holtavörðuheiðar á sumardaginn fyrsta. Boli, jeppar HSSR og hugsanlega einhverjir vélsleðar munu sjá um skíðafólksdrátt ef aðstæður leyfa, nú annars hefur heyrst að maður geti líka gengið sjálfur á skíðunum.

Brottför af M6 kl. 08.00 23.04 eða hist á Sæluhúsplaninu á Holtavörðuheiði um kl. 10.00

Skráning á korkinum eða með tölvupósti á hssr@hssr.is. Mikilvægt að allir sem þurfa far í HSSR bíl skrái sig en einnig nauðsynlegt að aðrir skrái þáttöku.

Nánar auglýst með tölvupósti í næstu viku ef aðstæður breytast.

—————-
Texti m. mynd: Aftan í Bola á leið á Heklu.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson