Fræðsludagur HSSK

Laugardaginn 18. apríl tileinka félagar okkar í HSSK Kópavogsbúum og öðrum sem langar að heimsækja þau. Þá verður fræðsludagur í Skemmunni, húsnæði HSSK. Tilefnið er 40 ára afmæli sveitarinnar.

Í öllum krókum og kimum í Skemmunni og í kringum hana verða fróðleiksmolar, verkleg kennsla, myndasýningar, örnámskeið og stuttir fyrirlestrar við allra hæfi.

Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis, pössun og sérdagskrá verður fyrir börn. Fjörið hefst kl. 9 og stendur til kl. 18. Gestir eru velkomnir hvenær sem er á þeim tíma og geta gengið um Skemmuna og blandað sér fróðleikskokteil að eigin vali. Einnig geta gestir hlustað á valda fyrirlestra í fundarsal sveitarinnar.

Nánar á www.hssk.is

—————-
Texti m. mynd: HSSK 40 ára
Höfundur: Örn Guðmundsson