Fulltrúaráðsfundur Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldinn laugardaginn 28. nóvember í Haukahúsin á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Á fulltrúaráðsfundi félagsins er farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Fleiri málefni verða rædd á fundinum og má þá nefna hálendisvaktina, neyðarkall björgunarsveitanna, endurmenntun björgunarsveita, fatamál, aðgerðamál, flugelda, upplýsingakerfi félagsins, nýjan aðgerðagrunn, bókhaldslausnir fyrir einingar og úttekt Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Úr stjórn HSSR mæta á fundinn Örn, Árni og Haukur en ef aðrir félagar hafa áhuga á að mæta þá eru þeir velkomnir. Skráning fer fram á heimasíðu SL en einnig er gott að láta Hauk vita ef þið hafið áhuga á að mæta.
Á föstudeginum 27. nóvember er svæðisstjórnarráðstefna á sama stað en nánari upplýsingar um hana er að finna á vef SL. Áhugafólk um svæðisstjórnarmál er hvatt til að skrá sig. Skráning er á hjá SL
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson