Eins og fram hefur komið hefur stjórn HSSR samþykkt að sveitin taki þátt í starfi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA). Í gær var fundur þeirra félaga sem hafa sýnt þessu verkefni áhuga. Farið var yfir væntanlegt verksvið sveitarinnar og þá dagskrá sem bíður okkar varðandi undirbúning og þjálfun vegna inngöngu félaga HSSR í ÍA. Verksvið HSSR verður að sjá um búðarstjórnun fyrir ÍA og vatnshreinsibúnað. Það þýðir að HSSR mun sjá um allan aðbúnað ÍA á skaðasvæðum og hreinsun vatns. Vatnshreinsibúnaður hefur verið fenginn að láni frá Bretlandi og er á leið til landsins.
Félögum HSSR bíður þó nokkuð mikil vinna fram á haust, en í september koma erlendir aðilar og meta ÍA. Fyrir þann tíma þurfum við eins og aðrar aðildareiningar ÍA að vera 100% tilbúnar í slaginn.
Þeir sem vilja lesa meira um þetta er bent á skýrslu og fleiri gögn inn á innri vef sveitarinnar.
—————-
Texti m. mynd: Eldri og yngri félagar fjölmenntu á fundinn
Höfundur: Ólafur Loftsson