Síðastliðna helgi, 17. – 19. mars var af Undanförum og Viðbragðshópi skipulögð gönguskíðaferð í Landmannalaugum. Ekið var í Laugar á föstudagskvöldi og gekk ferðin feiknavel. Á laugardegi var gengið á Reykjakoll, Skalla og Brennisteinsöldu. Fantagóð ferð sem vonir standa til að marka megi upphaf endurvakningar á gönguskíðamennsku innan sveitarinnar. Sjá myndir á myndasíðu: https://hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=304
—————-
Texti m. mynd: Á Brennisteinsöldu.
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir