Hálendisgæslu lokið-allt tekur enda, því miður.

Hálendisgæsluverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar er lokið að þessu sinni. Síðustu hópar héldu heim í gær eftir frekar rólega vist síðustu 10 dagana á hálendinu.
Allst tóku 9 félagar í HSSR þátt í verkefninu í ár og var bíll frá HSSR úti samfellt í 24 daga. Geri aðrir betur.
Nýi Reykur 2 er búinn að rúlla rúmlega 6000 þúsund kílómetra á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að hann var tekinn í notkun og kemur að flestu leiti vel út. Smávægilegir hnökrar eru á aukarafmagni og olíuáfyllingu en hvað fjöðrun og alla aksturseiginleika varðar gæti bíllinn ekki verið betri.
Vistin á hálendinu og var mögnuð og öll komum við heim reynslunni ríkari.

Félagar í HSSR þakka fyrir sig og við vonum svo sannarlega að þessu verkefni verði haldið úti á komandi árum.

Myndir eru væntanlegar á heimasíðuna á næstu dögum.

—————-
Texti m. mynd: Raggi Blöndal og Reykur 2 á hádegisflæðunum í gær.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson