Nú ætlum við að auka þrekið og þolið (og þar með ánægjuna af fjallgöngunum) og hlaupa saman.
Stefnum á að hittast á Malarhöfðanum kl. 17 á fimmtudögum. Þar í kring eru ótal skemmtilegar hlaupaleiðir. Malbikaðir og ómalbikaðir, upplýstir og dimmir, sléttir og mishæðóttir stígar eru út um allt. Við stefnum á að hafa leiðirnar auðveldar í byrjun, en getum svo þyngt þær eftir því sem á líður eða andinn í hópnum býður upp á hverju sinni. Það er líka hægt að hlaupa mislangt þar sem leiðirnar í Elliðaárdal bjóða upp á að sumir fari styttri leiðir á meðan aðrir fara lengri. Svo erum við með sturtu og gufu á staðnum ef það þarf að skola af sér og kasta mæðinni eftir hlaup.
Við hvetjum alla til að mæta og vera með, þar sem þetta eiga ekki að vera nein „ofurhlaup“ nema fólk viljið þróa þetta út í slíkt síðar.
Bara mæta, hlaupa saman og hafa það gaman.
Fyrsti sprettur verður fimmtudagnn 7. janúar. (fyrirvarinn er stuttur í dag, en við höldum áfram að kynna þetta síðar)
Hanna Kata og Árni Tryggva
—————-
Texti m. mynd: Nokkrir vaskir hlauparar í Hrafntinnuskeri.
Höfundur: Árni Tryggvason