Vinnustundir í flugeldasölu.

Það gekk vel að manna sölustaði í flugeldavinnunni hjá okkur. Starfsmannadeildin hefur tekið saman nokkrar tölur og niðurstaðan er fróðleg. Mikilvægt er að muna hér er aðeins um að ræða söludaganna.

Alls komu 149 félagar að vinnu á sölutímabilinu. Þeir skiluðu 3.841 klst. sem eru rúmlega 24 mánaðarverk og 2,13 ársverk. Um leið og starfsmannadeildin þakkar góð skil minnir hún á komandi uppskeruhátíð sem verður 15. janúar.

Óli, Laufey og Haukur

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson