Hrútsfjallstindar helgina 21 – 24 maí

Helgina 21 – 24 maí verður farin helgarferð á Hrútsfjallstinda. Hrútsfjallstindar er nafnið á 4 glæsilegum fjallstindum sem standa norðan við Svínafellsjökul og rís sá hæsti þeirra 1.875 mtr yfir sjávarmál. Tindarnir kallast Hátindur sem er innstur, séð af þjóðveginum, Vesturtindur til vinstri við Hátind, Suðurtindur og Miðtindur báðir suðaustan við Hátind. Fjallganga á Hrútsfjallstinda er tæknilega auðveld, samt er hún tæknilegri og töluvert erfiðari en ganga á Hvannadalshnúk. Leiðin okkar býður upp á stórbrotið útsýni yfir Öræfajökul sem og skriðjöklana Svínafellsjökul og Skaftafellsjökul. Stórkostleg fjallganga um heim jökla og hárra tinda. Lengd gönguferðar ca. 16 klst.

Forkröfur í þessa ferð er að fólk hafi lokið námskeiðunum “Fjallamennska 2” og „Snjóflóðanámskeið“.

Áhugasamir eru beðnir að rotta sig saman í tjöld því gist verður á tjaldstæðinu í Skaftafelli.

Brottför er frá M6 föstudaginn 21. kl 18:00. Gæti færst til laugardagsins 22. kl 12:00 ef veðurspá segir svo.

Skráning fer fram á Korkinum eða með því að senda póst á rantoniussen@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 20. maí kl. 18:00

Umsjón: Viðbragðshópur – Ragnar Antoniussen

—————-
Texti m. mynd: Mynd: Árni Tryggvason
Höfundur: Ragnar K. Antoniussen