Laugardaginn 20. sept var haldið ísklifurnámskeið fyrir Nýliða 2 á vegum Undanfara. Mættir voru 11 nýliðar og 7 leiðbeinendur og stefnan sett á Sólheimajökul. Lagt var af stað rétt eftir 7 en eitthvað tafðist för vegna tveggja óvæntra stoppa á leiðinni. Annað vegna þess að einn nýliðinn átti erfitt með að kveðja hlýja sængina og svo síðar átti sami aðili í vandræðum með að halda niðri morgunmatnum og þurfti að gera viðeigandi ráðstafanir.
Veðrið var betra en menn áttu von á miðað við stormviðvörun á landinu og námskeiðið gekk vel. Farið var ítarlega í efni námskeiðsins í 3 hópum og síðan sameinast við að klifra í djúpum og glæsilegum svelg þar sem finna mátti leiðir við allra hæfi. Eitthvað var jökullinn ósáttur við veru okkar þarna niðri og lét hressilega í sér heyra. Var tekin ákvörðun um að hætta klifri, drífa sig upp og niður í Ásinn um hálf fimm.
Myndir má sjá hér:
http://album.123.is/?aid=117228&vt=all
Og hér:
http://grettisgata.eitthvad.is/main.php?g2_itemId=4140&g2_page=1
—————-
Texti m. mynd: Hanna Lilja ber sig fagmannlega að.
Höfundur: Guðlaugur Ingi Guðlaugsson