Yfir 300 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru virkjaðir á jarðskjálftasvæðinu í Árnessýslu. Flutt hafa verið tjöld og greiningastöðvar á svæðið. Vettvangsstjórnstöðvar hafa verið settar upp á Selfossi, Þorlákshöfn, þaðan sem verkefnum í Ölfusi er stýrt og í Hveragerði. Að hálfu HSSR voru 45 félagar að störfum.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson