Djúpihellir sem oft er kallaður þriggja hæða hellir er skammt vestan við Bláfjallaskála. Þar hafa verið haldnar undanfaraæfingar og fleiri skemmtilegheit. Hellirinn er mjög fallegur með dropasteinum, ranghölum og strompum. Þetta er hellir sem maður getur heimsótt aftur og aftur.
Á þriðjudaginn næsta er ætlunin að fara í hellinn. ( Sjá dagskrá ) Hápunktur kvöldsins verður sögustund í myrkvi á þriðju hæðinni. Eingöngu leyfðar sögur sem tengjast myrkvi og yfirnátturlegum hlutum.
Úbúnaður: Ljós, hjálmur. Einnig er rétt að benda á að vera í fötum sem mega eða þola hrjúfar hraunhellastrokur.
Umsjón, Einar D. ( Myrkvahöfðinginn )
—————-
Texti m. mynd: Menn í myrkvi
Höfundur: Einar Daníelsson