Ágætu sveitungar!
Sturtið í ykkur sterunum því Massaferðin 2005 verður farin helgina 15. – 17. apríl. Massaferðin er árlegur viðburður í umsjón H.A.S.S. konan og kokkurinn, ofurflokks undanfara. Í ár verður blásið til fjallaskíðunarveislu í fallegasta dal í heimi, Svarfaðardal og dótturdals hans, Skíðadal en dalirnir liggja inn af Eyjafirði. Fjöllin í dölunum eru ekki af verri endanum, aðeins eitt fjall undir 1000 m.y.s. og það fjall er 990 m.y.s. Sem sagt mikil fallhæð og mikil fegurð.
Fréttaritari flokksins heyrði af nokkrum HSSR sveitungum sem dvöldu við skíðun í dölunum yfir páskahelgina. Þeir báru aðstæðum vel söguna:
Steppo: ,,Bestu dagar lífs míns, get ekki beðið eftir Massaferðinni!”
Íbí: ,,Að skíða í Svarfaðar- og Skíðadal jafnast á við bestu heróínvímu.”
Augljóst er að þetta verður kirfilega mögnuð ferð.
Nánari upplýsingar um gistimöguleika og annað munu birtast á korkinum innan skamms, en skráning fer fram þar og er nú þegar hafin.
Fyrir hönd flokksins,
Andri og Steppo
P.s. Smellið á hlekkinn til að skoða fleiri skíðamyndir úr dölunum.
—————-
Vefslóð: gallery.askur.org/album331
Texti m. mynd: ,,Haaammmraaaboorgin mín háá og…!” mynd: Steppo
Höfundur: Andri Bjarnason