Klettaklifurnámskeið 26. og 27. maí

Miðvikudaginn 26. maí kl. 18:00.
Líklegur áningarstaður er Valshamar í Eilífsdal.
Farið verður yfir klifurtækni, klifurferli, notkun klifurlínu og beitingu hennar við sportklifur, bæði við leiðslu og við að tryggja félagann.
Allir þátttakendur prófa klifur í ofanvaði (toprope) og áhugasamir fá að prófa að leiða.

Fimmtudagur 27. maí kl. 18:00.
Líklegur áningarstaður er Stardalur eða Þingvellir.
Farið verður ítarlega í notkun og ísetningu náttúrulegra bergtrygginga, notkun tryggingatóla og línuvinnu.
Allir prófa að setja upp megintryggingu og ef tími gefst til, að síga niður á henni.
Skyldubúnaður fyrir bæði kvöldin er: klifurbelti, karabína, hjálmur og tryggingatól.Valkvæður búnaður er: klifurskór, kalk (og kalkpoki), tvistar og klifurlína.

Mætið stundvíslega…
Undanfarar

—————-
Texti m. mynd: Frá námskeiðinu í fyrra.
Höfundur: Björk Hauksdóttir