Fjallaferðir og sprungubjörgun.

HSSR félagar áttu góðar stundir í ríki Vatnajökuls um helgina.
23 félagar héldu á austanverðan jökulinn á föstudagsmorgun og ferðuðust um toppa og tinda í grennd við Goðahnjúka, í Heinabergsfjöllum og vestur og norður af Kálfafellsdal fram á miðjan mánudag.
Þá gengu sjö félagar, ásamt fylgifiskum á Hrútfjallstinda aðfaranótt sunnudags.

Á aðfaranótt þriðjudags var svo stórum jeppa bjargað úr enn stærri sprungu á Sylgjujökli, svona í leiðinni heim.
Eigandi jeppans hringdi hér í morgun og vill koma kæru þakklæti til þeirra sem að björguninni komu.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson