Krak og skak i Pakistan

Menn eru vel sturtaðir, greiddir og snyrtir, búnir að drekka kók úr gleri og aðlagaðir inn i nútíma neyslusamfélag eftir að komið var af fjöllum. Að svo miklu marki sem Gilgit getur talist neyslusamfélag.

Vid heldum upp i fjöllin fyrir mörgum, mörgum dögum. Bárum allt okkar dót med okkur (klettþungir) i leið sem við höfum ekki séð áður, á fjalli sem er ekki til. Að minnsta kosti ekki á korti. Fyrsti dagurinn var 5 km. i loftlínu og hækkun úr 3600 i rúmlega 4700 metra, með tjald, mat i 4 daga, 2 línur og svo framvegis. Lausir risahnullungar sem hreyfast i hverju skrefi.

Svona byrjar ferðasagan hjá Pakistanförunum okkar á fjallið sem ekki er til á kortum en þeir höfðu í huga að skýra Iceland Peak ef þeir kæmust upp. Á http://alpaklifur.blogspot.com/ er hægt að lesa alla söguna.

—————-
Vefslóð: alpaklifur.blogspot.com
Höfundur: Haukur Harðarson