Herinn undir okkar verndarvæng

Frá og með fimmtudeginum og út næstu viku muni gista hjá okkur hópur frá breska hernum. Í upphafi verður hópurinn aðeins tveggja manna en stækkar síðan og um miðja næstu viku verða þeir um þrjátíu. Þeim fylgja 8 – 10 bílar, þar af fimm Landrover jeppar sem taka þátt í Rally Reykjavík en það er megintilgangur heimsóknar þeirra. Þeir verða á loftinu og salnum auk þess að hafa aðgengi að eldhúsi og setustofu. Endilega komið og heilsið upp á kappanna

Munið eftir bloggsíðu Pakistanfarana http://alpaklifur.blogspot.com/ þar sem er að finna skemmtilegar fréttir af þeim.

—————-
Vefslóð: alpaklifur.blogspot.com
Höfundur: Haukur Harðarson