Kvikmynd um Pakistanferð HSSR-félaga 2006

Í lok aðalfundar verður boðið upp á stutt bíó. Á boðstólnum verður kvikmynd eftir félaga HSSR, þá Helga Tómasi Hall (Helgi Maximus) og Stefáni Erni Kristjánssyni (Steppo). Myndin nefnist Land hinna hreinu og fjallar um ferð sem hinir fyrrnefndu fóru til Pakistans sumarið 2006 auk Hálfdáns Ágústssonar (Vondi verðurguðinn) og Sveins Sveinssonar (Sissi), úr Ársæli. Þar gerðu þeir, líklega fyrstir manna, tilraun til að klífa fjöllin Punji Zom og Theleran í hinum fáfarna fjallgarði Hindu Raj auk þess að ýmsilegt annað var brallað.

Hvet sem flesta til að mæta og hafa gaman af!

Kveðja,

Steppo

—————-
Texti m. mynd: Hressir burðarmenn frá Yasin-héraðinu í N-Pakistan
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson