Hjálparsveit skáta í Reykjavík mun halda kynningu á nýliðaþjálfun sveitarinnar nk. þriðjudag 3. september kl. 20 að Malarhöfða 6. Þar verður farið vel yfir alla þætti nýliðastarfsins í máli og myndum og geta gestir fengið þar svör við öllum spurningum sem upp kunna að koma í tengslum við málefnið. Allir sem hafa áhuga á því að kanna hvort nýliðaþjálfun í björgunarsveiti henti þeim eru hvattir til þess að mæta og kynna sér málið.
Kominn er út bæklingur sem inniheldur margvíslegan fróðleik um nýliðastarfið og er hægt að nálgast hann hér.
Hægt er að fylla út umsókn hér: bit.ly/hssr-umsokn-2013. Frekari upplýsingar má fá með pósti á netfangið hssr.nylidar.2013@gmail.com.
Viðbót 4. september kl. 21:20: Fimmtudaginn 5. september verður farið í létta göngu á Helgafell í Hafnarfirði. Væntanlegir nýliðar geta annað tveggja mætt kl. 17:45 á Malarhöfða 6, en þaðan verður lagt af stað með rútu kl. 18 eða mætt beint á bílaplanið við Helgafell, en lagt verður af stað þaðan kl. 18:30. Við vonumst til þess að sjá sem flesta, veður verður með besta móti þannig að þetta verður hin besta skemmtun!