Landsæfing 24. mars

Landsæfing björgunarsveita verður haldin laugardaginn 24. mars n.k í samvinnu við björgunarsveitir á suðurlandi. Verkefni verða við allra hæfi þ.a.m tækjaverkefni, jeppar, snjóbílar, sleðar, fjallabjörgun, rústabjörgun, leitartækni, hundar, fyrstahjálp og almenn verkefni. Æfingin verður skipulögð í nágreni Skóga undir Eyjafjöllum

Boðið verður upp á gistingu að Skógum, bæði á föstudag og laugardag. Að æfingu lokinni býður Slysavarnafélagið Landsbjörg þátttakendum til veislu.

Skráning fer fram á netfanginu skrifstofa@hssr.is Þaðan verður skráningum komið til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Á þessa æfingu eru nýliðar hvattir til að mæta.
Þegar er ljóst að Boli fer og umræða hafin á Korknum.

—————-
Vefslóð: landsbjorg.is
Höfundur: Haukur Harðarson