Snjóflóðanámskeið

Sveitin heldur snjóflóðanámskeið næstu helgi þ.e. 9-11 mars í Bláfjöllum. Kennarar verða Leifur Örn og Jón Gunnar snjóflóðaspekingar.

Farið verður frá M6 stundvíslega kl 19:00 föstudaginn 9. mars, en námskeiðið byrjar þá um kvöldið með fyrirlestri. Laugardagurinn verður síðan nýttur vel í útiæfingar og um kvöldið verður annar lestur. Námskeiðinu líkur síðan á sunnudaginn með útiæfingum. Gist verður í Framskálanum.

Það stefnir allt í eitt fjölmennasta snjóflóðanámskeið sem sveitin hefur haldið lengi. Nýliðar munu fjölmenna og tilvalið er fyrir eldri félaga að endurnýja kynni sín af snjóflóðafræðunum. Nauðsynlegur er að hafa hina “heilögu þrenningu” meðferðis þ.e. skóflu, ýli og snjóflóðastöng. Nánari upplýsingar má fá hjá sveifo@simnet.is

Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofa@hssr.is

Kveðja
Viðbragðshópur

—————-
Texti m. mynd: Heppinn !!!
Höfundur: Svava Ólafsdóttir