Hellaferð í kvöld

Í kvöld er stefnan tekin í hellinn Leiðarenda í Tvíbollahrauni, rétt við Hafnarfjarðarleiðina í Bláfjöll.
Þægilegur og aðgengilegur hellir sem ætti að vera við allra hæfi nema þeirra sem eru sjúklega hrjáðir af innilokunarkennd og myrkfælni. En ef einhverjum slíkum langar að koma með og takast á við óttann er þetta rétti vettvangurinn enda ekki til hrekkvísi í ferðafélögunum.
Nauðsynlegur búnaður: Hjálmur, ljós, aukabatterí, vettlingar, te.

kveðjur; Gunnar Gaukur a.k.a. lambi

—————-
Texti m. mynd: Svona lítur það þá út!!!
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson

Hellaferð í kvöld!

Í kvöld ætla Sprettirnir að standa fyrir hellaferð. Farið verður í Arnarker í Leitarhrauni og er brottför frá M6 kl. 20:00 stundvíslega. Allir velkomnir. Nauðsynlegur búnaður; ljós, hjálmur, hanskar og skrið- og skítþolinn hlífðarfatnaður.
Arnarker er fallegur hraunrásarhellir með ágætu aðgengi, þó má gera ráð fyrir því að nokkur ís sé kominn í hann á þessum árstíma.

—————-
Texti m. mynd: úr Arnarkeri. Hellarannsóknafélagið, www.speleo.is
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson