Úrslit klifurmótsins

Síðastliðinn fimmtudag var haldið fyrsta klifurmót vetrarins.
Í boði voru 6 keppnisleiðir af öllum erfiðleikagráðum og sá Sigurður Tómas um uppsetningu þeirra. Efstu menn kláruðu allar nema erfiðustu leiðina en aðrir glímdu við leiðir í sínum erfiðleikaflokki af sama ákafa og þrjósku.

10 manns mættu til keppni kl. 20 og álíka margir til að fylgjast með. Kl. 23 mættu svo 2 klifrarar til viðbótar þannig að heildarfjöldi klifrara var s.s. 12.
Þess ber að geta að af þessum 12 voru 5 gestir þannig að það vantaði sárlega meiri þátttöku innan sveitarinnar.
Er vonandi að fleiri láti sjá sig á næsta móti, sem verður haldið seinni partinn í nóvember.

Úrslit mótsins voru þessi:
Opinn flokkur
1. Elmar Orri (gestur) 535 stig
2. Róbert Halldórsson 525 stig
3. Hálfdán Ágústsson 350 stig
4. Ágúst Þór Gunnlaugsson (gestur) 300 stig
5.-6. Óskar Ingi Stefánsson 255 stig
5.-6. Daníel Másson 255 stig
7. Arnar Gunnarsson (gestur) 225 stig
8. Stefán Páll Magnússon 155 stig
9. Erika S Pétursdóttir 145 stig
10. Roberth Andersson (gestur) 140 stig
11. Hrafnhildur Hannesdóttir 127,5 stig
(12. Vinur Arnars skilaði ekki stigablaði)

Byrjendaflokkur
1. Arnar Gunnarsson (gestur) 225 stig
2. Erika S Pétursdóttir 145 stig
3. Roberth Andersson (gestur) 140 stig
4. Hrafnhildur Hannesdóttir 127,5 stig

Kúluvambaflokkur (með forgjöf)
1. Hálfdán Ágústsson 612,5 stig
2. Róbert Halldórsson 374 stig
3. Elmar Orri (gestur) 341 stig
4. Ágúst Þór Gunnlaugsson (gestur) 270 stig
5. Óskar Ingi Stefánsson 242 stig
6. Stefán Páll Magnússon 203 stig
7.-8. Erika S Pétursdóttir 191 stig
7.-8. Daníel Másson 191 stig
9.-10. Hrafnhildur Hannesdóttir 155 stig
9.-10. Roberth Andersson (gestur) 155 stig
11. Arnar Gunnarsson (gestur) 50 stig

Virtust menn almennt ánægðir með fyrirkomulagið og stigagjöfina og var stemmningin einkar góð og vel tekið á því.
Var gaman að sjá menn berjast við að kreista fram síðustu stigin í lokin þrátt fyrir að fingrastyrkur hafi verið löngu fokinn út í veður og vind…

Með von um að sjá sem flesta eftir tæpan mánuð!
Róbert Halldórsson mun sjá um uppsetningu leiða fyrir þá keppni.

—————-
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson