Leit á Fimmvörðuhálsi og Sólheimajökli

Leitin er orðin mjög umfangsmikil og mætingin frá okkur verið mjög góð. Alls hafa 63 HSSR félagar farið austur auk bækistöðvarfólks, stjórnar hér í bænum og NII sem hafa komið að frágangi á M6. Alls eru þetta um 80 manns

Tjaldið okkar var sett upp við Baldvinsskála og nýttist mjög vel til að veita súpu og yl. Sleðar og Boli voru virkjaðir en eftir að leitinn færðist yfir á Sólheimajökul er allt leitað á fæti. Gerum ráð fyrir að halda áfram á föstudag og helgina ef þarf. Erum að prófa að nota vegginn á D4H til að veita upplýsingar um gang og brottfaratíma hópa. Endilega nýtið ykkur það.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson