Leit við Sólheimajökul heldur áfram

Leitin að sænskum ferðamanni við Sólheimajökul hefur enn ekki skilað árangri. Í gær voru rúmlega 30 félagar í HSSR við leit á svæðinu við erfiðar aðstæður, auk nokkurra félaga í bækistöð á M6. Leitin heldur áfram nú á laugardegi. Tjald HSSR hefur nú verið sett upp við vettvangsstjórn og hópar að búa sig til leitar í birtingu. Nú þegar eru farnir 32 félagar í HSSR af stað austur. Meðal annars hópur fyrrum undanfara sveitarinnar sem brugðust skjótt og vel við beiðni um aðstoð. Var þessi mynd tekin af þeim áður en þeir lögðu af stað í morgun.

—————-
Texti m. mynd: Eldri félagar svöruðu kallinu og mættu
Höfundur: Gunnlaugur Briem