Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta leit að tveimur þýskum ferðamönnum sem leitað hefur verið að sl. daga í Skaftafelli og Svínafellsjökli. Er það mat þeirra sem að leitinni hafa staðið að búið sé að leita svæðið eins og hægt er miðað við þær aðstæður sem þar eru.
Leitin var mjög umfagsmikil, alls tóku um 25 félagar HSSR þátt í henni með einum eða öðrum hætti. Flest þeirra beint en einnig var stuðningslið sent á vetvang með mat og stórt tjald. Bækistöðvahópur í Reykjavík sem sá síðan um skipulag, úthringingar og vistir. Er umtalað hversu vel HSSR stóð að baki sínu fólki. Einnig er ljóst að þegar kemur að því að útvega mannskap til að vinna við þær erfiðu aðstæður sem þarna voru er staða sveitarinnar sterk.
—————-
Vefslóð: landsbjörg.is
Höfundur: Haukur Harðarson