Leit og björgun í Vífilfelli

Hjálparsveit skáta í Reykjavík var kölluð út klukkan rúmlega 17:00 í dag vegna stúlku sem er í sjálfheldu ofarlega í Vífilfelli. Þrír hópar björgunarsveitarmanna eru á staðnum og leita nú nákvæmrar staðsetningar stúlkunnar. Hún hefur verið í símasambandi og er stödd í erfiðu klettabelti og getur ekki staðið upp svo björgunarsveitarmenn sjái hana.Þyrla er komin á svæðið nú klukkan rúmlega 19 til aðstoðar sem og Spora menn úr Hafnarfirði, HSSK er einnig að búa sig til leitar.Þyrlan fann konuna um klukkan 19:45 og hífði hana um borð.

—————-
Höfundur: Helgi Reynisson