Línur og hnútar

Í gærkvöldi, 17. október, mættu 34 nýliðar uppá M6 á námskeiðið Línur og hnútar. Námskeiðið er undanfari fyrir Fjallamennsku 1 sem haldið verður í byrjun nóvember. Farið var í helsta útbúnað sem þarf fyrir vetrarfjallamennsku og helstu hnútarnir kenndir. Allir prófuð að síga niður af pallinum og prófuðu jafnframt að hoppa í línu úr klifurveggnum. Þannig fengu menn og konur að finna muninn á teygjanleika statískrar og dýnamiskrar línu.

Myndir frá námskeiðinu má sjá á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Allir prófuðu að síga
Höfundur: Björk Hauksdóttir